Ve­ri­ kl: 23:00
Sta­ur ┌rk. Skřj. m/s Vindst. Hiti
ReykjavÝk 0,3 9 SA 7,9░
Stykkishˇlmur 0,0 9 ANA 7,7░
BolungarvÝk 0,1 6 A 6,5░
Akureyri 0,0 2 S 4,7░
Raufarh÷fn 0,0 2 ASA 4,6░
Egilsst.flugv. 0,0 2 S -2,1░
Dalatangi 0,0 1 SV 3,4░
Keflav.flugv. 15 SA 8,4░

K÷nnun
Ţmsar upplřsingar
laugardagurinn 20. oktˇberá2012

ReykjavÝk, h÷fu­borg allra landsmanna?

Útlit er fyrir að flugferðum innanlands fækki um allt að 40% ef gildandi deiliskipulag fyrir Vatnsmýrina verður að veruleika. Þar er gert ráð fyrir að umsvif á Reykjavíkurflugvelli dragist verulega saman frá og með árinu 2016, en flugvöllurinn verði á brott árið 2024. Þetta eru slæm tíðindi, enda munu þessar breytingar í raun gera landsbyggðina afskekktari en ella og koma til með að bitna mjög bæði á atvinnu- og menningarlífi víða um land, að ógleymdu aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Í nýrri og ýtarlegri skýrslu, sem unnin var af ráðgjafafyrirtækinu KPMG, eru rakin áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur. Þar er á það bent að ferð flugleiðina til Reykjavíkur muni að jafnaði lengjast um helming, en í sumum tilfellum allt að því 70%, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir farþega. Þetta hefur í för með sér að færri sjá sér hag í að fara flugleiðina til höfuðborgarinnar. Fram kemur að 85% aðspurðra telja að þeir myndu sjaldnar gera sér ferð til Reykjavíkur ef flogið væri til Keflavíkur.

Þessar niðurstöður eru mikið áhyggjuefni. Minni eftirspurn hefur óhjákvæmilega í för með sér minna framboð af flugferðum. Þannig benda útreikningar KPMG til þess að flugleiðirnar til Ísafjarðar, Hornafjarðar og Vestmannaeyja muni ekki bera nema eitt flug daglega miðað við áætlaða fækkun farþega. Þar með er verulega þrengt að ferðamöguleikum fólks og dagsferðir t.d. útilokaðar. Í raun getur flugleið ekki staðið undir sér í rekstrarlegu tilliti á þessum forsendum og því stöndum við frammi fyrir því að forsendur fyrir innanlandsflugi í núverandi mynd bresti.

Það liggur í augum uppi að þessi öfugþróun muni hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja og byggðarlaga á landsbyggðinni. Fjöldi fyrirtækja treystir mjög á greiðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, enda hefur margvísleg sérhæfð þjónusta byggst upp í höfuðstaðnum. Ef miðstöð innanlandsflugs flyst til Keflavíkur eykst rekstrarkostnaður þessara fyrirtækja, bæði vegna beins ferðakostnaðar og tapaðra vinnustunda, enda má gera ráð fyrir að starfsmenn, sem eiga erindi til Reykjavíkur, þurfi að dvelja þar lengur, jafnvel yfir nótt, með tilheyrandi kostnaði. Verri samkeppnisstaða getur leitt til þess að fyrirtæki flytji starfsemi sína. Við það færast störf, ekki síst hátekjustörf, frá landsbyggðinni og atvinnulíf verður einhæfara.

Greiðar flugsamgöngur eru líka forsenda fyrir öflugu mennta- og menningarstarfi. Skólastofnanir njóta þess að geta reglulega og með tiltölulega litlum tilkostnaði nýtt starfskrafta fagfólks sem jafnan starfar á höfuðborgarsvæðinu. Að sama skapi geta fræðimenn af landsbyggðinni tekið virkari þátt í vísindasamfélaginu. Þá má ekki gleyma því að „menningarferðir" innanlands hafa notið vinsælda undanfarin ár. Þær hafa t.d. verið lyftistöng fyrir leikhússtarf á landsbyggðinni en jafnframt sönnun á metnaði og gæðum starfseminnar.

Öflugt atvinnulíf og greiður aðgangur að þjónustu á borð við heilsugæslu, menntun og menningu eru grunnþættir sem hafa úrslitaáhrif á búsetuval fólks. Stefna í samgöngumálum hlýtur að miða að því að efla þessa þætti í byggðum landsins og auðvelda jafnframt aðgengi landsmanna að þjónustu sem sækja þarf til höfuðborgarinnar. Í Reykjavík er miðja stjórnsýslunnar, þar er Landspítalinn, Þjóðleikhúsið, Íslenska óperan o.s.frv. Ef Reykjavík á að standa undir nafni sem höfuðborg allra landsmanna er óverjandi að hún fjarlægist landsbyggðina, líkt og raunin yrði ef áform um flutning flugvallarins úr Vatnsmýri verða að veruleika. Það væru öfugmæli og öfugþróun.

Elliði Vignisson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum

Daníel Jakobsson,
bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ

Ásthildur Sturludóttur,
bæjarstjóri í Vesturbyggð

Hjalti Þór Vignisson,
bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði

Páll B. Guðmundsson,
bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Björn Ingimarsson,
bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Eiríkur B. Björgvinsson,
bæjarstjóri á Akureyri

 

Grein þessi er fengin hér af vefnum Visir, www.visir.is

KeflavÝk | Brottfarir
WW720 05:45 Berlin Schoenefeld
WW760 06:00 Frankfurt
WW442 06:00 Amsterdam
WW404 06:00 Paris CDG
WW810 06:10 London Gatwick
WW462 06:15 Brussels
WW942 06:30 Stockholm Arlanda
WW902 06:30 Copenhagen
WW860 06:50 Edinburgh
KeflavÝk | Komur
FI455 23:10 London Heathrow
WW132 04:10 Miami Intl
WW617 04:25 Alicante
WW126 04:40 Boston
WW118 05:00 Baltimore Washington
WW214 04:50 Toronto
WW104 04:50 New York Newark
FI664 06:15 Portland
FI670 06:35 Denver
ReykjavÝk | F.═. | Brottfarir
ReykjavÝk | F.═. | Komur
ReykjavÝk | Ernir | Kom./Brottf.
Akureyri | F.═. | Komur / Brottfarir
Egilssta­ir | F.═. | Komur / Brottfarir
═safj÷r­ur | F.═. | Komur / Brottfarir
Vestma.eyjar | Ernir | Kom./Brott.
BÝldudalur | Ernir | Kom./Brott.
H˙savÝk | Ernir | Kom./Brott.
H÷fn | Ernir | Kom./Brott.
┴Štlunarfer­ir til og frß flugv÷llum
Almenningssamg÷ngur
BÝlfarsvefir
┴Štlunarfer­ir til og frß ferjust÷­um
Leigubifrei­ast÷­var
BensÝnver­
Eldsneytisverð
95 okt 
Lægsta verð177.80
Meðalverð197.99
Dísel 
Lægsta verð167.90
Meðalverð187.90
Sjá nánar á GSMBensín.is
 
Vefumsjˇn